Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, var endurkjörinn formaður Hafnasambands Íslands sem lauk rétt í þessu á Akureyri. Alls sóttu þingið ríflega 100 fulltrúar frá höfnum víðs vegar um landið. Fjölmörg fræðsluerindi voru flutt og sköpuðust góðar umræður m.a. um stöðu hafnanna, framkvæmdir, vöktun og orkuskipti í höfnum.
Akureyrarhöfn er vinsæll áfangastaður farþegaskipa á Norðurslóðum. Hér má glögglega sjá stærð þeirra í samanburði við Menningarhúsið Hof þar sem 45. hafnasamban...
Lesa meira
Author: Hafnasamband Íslands
Hafnasambandsþing sett
Lúðvík Geirsson, formaður Hafnasambands Íslands setti 45. hafnasambandsþing í Ráðstefnuhúsinu Hofi á Akureyri í morgun. Þingið mun standa yfir fram að hádegi föstudaginn 25. október.
Lúðvík Geirsson setur 45. hafnasambandsþing sem haldið er á Akureyri 24. og 25. október 2024.
Öll fundargögn og flest erindi á þingsins verða aðgengileg hér á vef Hafnasambandsins.
Lesa meira
Skráning hafin á Hafnasambandsþing 2024
Skráning er hafin á Hafnasambandsþing sem fram fer í Hofi á Akureyri dagana 24. og 25. október 2024. Þátttökugjald er óbreytt frá árinu 2022, 25.000 krónur. Einnig eru komin drög að dagskrá þingsins á sömu síðu.
Skráning, þingskjöl og dagskrá Hafnasambandsþings 2024.
Lesa meira
Breyting á hafnalögum samþykkt
Alþingi samþykkti á lokadögum þingsins breytingu á hafnalögum. Meðal breytinga má nefna nýtt gjald til hafnasjóða sem nefnt hefur verið eldisgjald. Gjaldið er lagt á eldisfisk, sem er umskipaður, lestaður er eða losaður í höfnum.
Hafnasamband sveitarfélaga og Samband íslenskra sveitarfélaga lögðu til í umsögn sinni við frumvarpið að núverandi lagaákvæði um aflagjald yrði rýmkað og það lagt á allar sjávarafurðir hvort sem um er að ræða sjávarafla beint úr sjó eða eldisfisk í sjókvíum og eldi...
Lesa meira
Úthlutun úr Orkusjóði
Á fundi stjórnar Hafnasambands Íslands, sem haldinn var 19. september sl. var m.a. rætt um styrkveitingar úr Orkusjóði á árinu 2023, en engir styrkir úr sjóðnum fóru til hafna eða hafnarsvæða vegna orkuskipta í höfnum.
Stjórn Hafnasambandsins samþykkti af því tilefni eftirfarandi bókun:
Fyrir liggur að í seinustu úthlutun Orkusjóðs hafnaði sjóðurinn öllum umsóknum um styrki vegna almennra landtenginga fyrir fiskiskip og uppsetningar á búnaði á hafnarsvæðum til að landtengja farþega...
Lesa meira
Hafnafundur 2023
Ellefti hafnafundur verður haldinn ráðstefnusal Hafrannsóknarstofnunar í Hafnarfirði föstudaginn 20. október 2023. Þátttökugjald er 10.000 krónur (hátíðarkvöldverður innifalinn). Dagskrána má nálgast hér neðar á síðunni.
Skráning á fundinn
Hleður…
Dagskrá fundarins
09:30Skráning þátttakenda10:00Setning 11. hafnafundar Lúðvík Geirsson, formaður Hafnasambands Íslands10:15Ávarp innviðarráðuneytisins10:30Fjárhagsstaða hafna 2022 Sigurður Á. Snævarr, fv. sviðsstjó...
Lesa meira
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi
Stjórnir Hafnasambands Íslands og Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga funduðu í vikunni og fjölluðu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi.
Mynd af vef Umhverfisstofnunar
Í skýrslunni koma fram margar ábendingar sem sveitarfélög og hafnasjóðir hafa bent á. Telja stjórnirnar mikilvægt að sveitarfélögin, hafnasjóðir og samtök þeirra komu að þeirra vinnu sem framundan er á grundvelli skýrslunnar.
Sameiginleg bókun stjórna Hafnasambands Íslands og Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.
...
Lesa meira
Virðingarleysi fyrir félögum
Spjaldið ber yfirskriftina „Virðingarleysi fyrir félögum" og í fyrirbyggjandi aðgerðum er lögð áhersla á að fólk beri virðingu fyrir tilfinningum, skoðunum og persónugerð annarra. Sýni nýliðum, ungmennum og starfsfólki af erlendum uppruna sérstaka tillitsemi og uppræti allt baktal, lítillækkun, einelti og hverskonar ofbeldi og áreiti. Bent er á að með því að gera lítið úr öðrum er maður í raun að lítillækka sjálfan sig.
DAGATAL Á ÍSLENSKU OG ENSKU
Vakin er sérstök athygli á því að n...
Lesa meira
Farþegaskip skila verulegum tekjum í þjóðarbúið
Farþegaskip á Seyðisfirði. Ljósm.: IH
Stjórn Hafnasambands Íslands tekur undir þau atriði sem fram koma í fréttatilkynningu Cruise Iceland frá 14. desember sl. vegna gagnrýni fráfarandi ferðamálastjóra á komur farþegaskipa til landsins. Jafnframt vekur stjórnin athygli á því að þessar skipakomur skila verulegum tekjum í þjóðarbúið. Þær tekjur dreifast vítt og breytt um landið og þjónusta við farþegaskip og farþega þeirra hefur jafnframt skapað umtalsverð umsvif í ferðaþjónustu á öllum landss...
Lesa meira
Lítið sjálfstraust
„Ekki segja honum en ég held að það sé alls ekki rétt að gera þetta svona." Þessi setning er lýsandi fyrir skort á sjálfstrausti. Að þora ekki að leiðrétta, segja skoðun sína og benda á betri leiðir getur leitt til alvarlegri afleiðinga en ella.
Í veggspjaldi númer 11 í röð 12 hnúta er tekið einmitt á þessari hættu að fólk þori ekki að leggja fram ábendingar um eitthvað sem betur má fara. Að viðkomandi skorti sjálfstraust til þess. Á veggspjaldinu er nú sem fyrr bent á fyrirbyggjandi aðgerði...
Lesa meira