Norðfjarðarhöfn stækkuð

Framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar ganga vel og virðast tímaáætlanir ætla að standast í öllum meginatriðum. Þessar framkvæmdir skipta Síldarvinnsluna miklu máli enda hafa stærstu skip átt mjög erfitt með að athafna sig í höfninni til þessa. Slík skip geta einungis siglt inn í höfnina í blíðviðri og jafnvel þarf björgunarbáturinn Hafbjörg að aðstoða lóðsbátinn Vött við að koma þeim að bryggju. Umferð um höfnina er mikil og má nefna að á árinu 2012 voru skipakomurnar 519 og eru þá sm...
Lesa meira

Svipaður útflutningur sjávarafurða

Á fyrstu tíu mánuðum ársins voru fluttar út sjávarafurðir fyrir 226 milljarðar króna sem er 1% samdráttur frá sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í frétt á vef Hagstofu Íslands. Fyrstu 10 mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 508,9 milljarða króna. Iðnaðarvörur voru 51,4% alls útflutnings og var útflutningur þeirra 5,3% minni en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 44,5% alls útflutnings. Samdráttur í útflutningi á iðnaðarvörum og sjávarafurðum stafar að hluta til af lækkun á ver...
Lesa meira

Langtímastefna fyrir hafnir landsins

Föstudaginn 15. nóvember nk. verður haldin vinnustofa um mótun sameiginlegrar langtímastefnu fyrir aðildarhafnir Hafnasambands Íslands í Húsi Sjávarklasans, Grandagarði 16. Vinnustofan hefst stundvíslega kl. 12:00 með hádegismat og stendur til kl. 16:00. Eins og mörg ykkar vita þá hefur Íslenski sjávarklasinn undanfarið undirbúið mótun sameiginlegrar stefnu. Þegar hefur verið lögð vefkönnun fyrir aðildarhafnir. Við hvetjum þá sem ekki hafa tekið þátt í henni til að gera það sem fyrst. Hægt er...
Lesa meira

Hafnarstjórar geta vísað skipum frá

Hafnarstjórar hafa, samkvæmt hafnarlögum, völd til þess að vísa frá skipi ef því fylgja hættur. Málið er flóknara ef skip er komið úr hættuástandi, segir formaður stjórnar Hafnasambands Íslands. Gísli Gíslason, formaður stjórnar Hafnasambands Íslands, segir að hafnarstjórar hafi samkvæmt lögum rétt til að vísa skipi frá ef mönnum og umhverfi stafar af því hætta. Málið sé hins vegar flóknara þegar talið er að hætta sé liðin hjá. Gísli segir að samkvæmt lögum eigi skip í sjávarháska rétt á að k...
Lesa meira

Nauðsynlegt að skilgreina neyðarhafnir

Gísli Gíslason, formaður stjórnar Hafnarsambands sveitarfélaga, segir mikilvægt að ljúka við reglur um neyðarhafnir og skipaafdrep. Engin höfn við Ísland er skilgreind sem neyðarhöfn. Í skýrslu, sem skrifuð var 2008, er Hafnarfjarðarhöfn nefnd sem möguleg neyðarhöfn. Tekið er fram að hún henti ekki ef um eld-, sprengi- eða mengunarhættu er að ræða. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir að ákvörðun um að fara með skipið í Hafnarfjarðarhöfn hafi ekk...
Lesa meira

Vilja skýrari reglur um neyðarhafnir

Hafnarstjórn Hafnarfjarðar telur afar brýnt að mótaðar séu skýrar reglur um hlutverk og skyldur neyðarhafna og jafnframt sé brýnt  að farið verði yfir þá atburðarrás sem átti sér stað sl. föstudag þegar flutningaskipið Fernanda var dregið til hafnar. Þetta kemur fram í bókun sem var samþykkt á fundi hafnarstjórnar Hafnarfjarðar í morgun. Lúðvík Geirsson, formaður hafnarstjórnar, segir í samtali við mbl.is, að stjórnin hafi verið kölluð saman til fundar í morgun til að fara yfir stöðuna. Ý...
Lesa meira

Framlög til hafnarframkvæmda í fjárlögum 2014

Valur Rafn Halldórsson, starfsmaður Hafnasambands Íslands, hefur tekið saman minnisblað þar sem farið er yfir framlög til hafnarframkvæmda í fjárlögum 2014. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir framlögum til hafnarframkvæmda uppá um 1.236,5 m.kr. Er það hækkun uppá 49,7 m.kr að raungildi frá fjárlögum ársins 2013. Af 1.236,5 m.kr. fer yfir helmingur eða 660 m.kr. í framkvæmdir við Landeyjahöfn. En einnig er um að ræða tímabundið framlag til Húsavíkurhafnar uppá 348 m.kr. Framlög til ha...
Lesa meira

6. hafnafundur hafinn í Grindavík

  6. hafnafundur Hafnasambands Íslands var settur í morgun. Í setningarræðu sinni sagði Gísli Gíslason formaður m.a. Á síðustu árum hefur fjárhagur íslenskra hafna lagast og afkoman betri árið 2012 en árin þar á undan. Hafnarsjóðum sem reknir voru með tapi hefur fækkað en þeir voru þó árið 2012 átta af 35 hafnarsjóðum. Möguleikar á olíuvinnslu í hafinu fyrir norðan okkur varð Gísla að umræðuefni og telur hann að Íslendingar eigi að auka samstarf við Færeyinga og Grænlendinga í því ...
Lesa meira

Hafnafundur 2013

6. hafnafundur Hafnasambands Íslands verður haldinn í Grindavík föstudaginn 20. september 2013. Dagskráin hefst kl. 10:30 en áformað er að fundi ljúki kl. 15:45. Um kvöldið verður móttaka og kvöldverður. Boðið verður uppá rútuferðir frá Borgartúni 30 kl. 09:30 og til baka kl. 23:00. Verð á hafnafundinn er 9.000 krónur. Dagskrá og skráning.
Lesa meira