
Óbeint framlag íslenskra hafna er rúmlega 28% af landsframleiðslu en beint framlag um 0,3%. Þetta kemur meðal annars fram í niðurstöðum Vals Rafns Halldórssonar, starfsmanns Hafnasambands Íslands hjá Sambandi
íslenskra sveitarfélaga, í MS ritgerð hans um efnahagsáhrif íslenskra hafna, sem var lokaverkefni hans í meistaranámi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands á dögunum. Ljóst er að hafnir landsins skipta miklu máli. Þær eru „ein af lífæðum íslensks samfélags“, eins og Valur Rafn orðar þ...
Read More