Námskeið um samskipti við fjölmiðla

Námskeið um samskipti við fjölmiðla og fleira verður haldið á Grand hóteli í Reykjavík, föstudaginn 4. maí 2017.  Námskeiðið verður haldið undir heitniu Verið viðbúin! Hér að neðan má sjá frekari námskeiðslýsingu. Hafnirnar eru hvattar til að senda fulltrúa á námskeiðið. Þeir sem hafa áhuga þurfa að skrá sig á tenglinum hér að neðan. Námskeiðsgjald er 12.000 krónur. Skráning á námskeiðið Fyrsti hluti – 10.00-12.00 Á námskeiðinu „Verið tilbúin“ er fjallað um fjölmiðla, eðli þeirra og ...
Lesa meira

7. hafnafundur

7. hafnafundur Hafnasambands Íslands var settur í Firði í Hafnarfirði í morgun, föstudaginn 28. ágúst. Að venju mæta starfsmenn hafna og stjórnarmenn hafnarstjórna vel á fundinn og mörg fróðleg erindi verða flutt í dag. Þar á meðal má nefna hefðbundnar upplýsingar um fjárhagsstöðu hafna, framkvæmdaþörf og öryggismál hafna. En meðal þess sem nýrra ber við eru upplýsingar um fjareftirlit með rafmagnsnotkun og stöðu rafmagnsmála vegna landtenginga, fræðslumál hjá Íslenska sjávarklasanum og nýtingu ...
Lesa meira

Samvinna og sameining hafnasjóða

Á hafnasambandþingi sem haldið var í Dalvíkur- og Fjallabyggð 4.-5. september sl. var rætt um að mikilvægt sé að hafnir og sveitarfélög vinni saman að því að efla starfsemi hafna og gera hverja rekstrareiningu arðbæra. Í tengslum við þetta lét hafnasambandið gera könnun á möguleikum á samvinnu og sameiningu hafnasjóða. Könnunin var send á allar aðildarhafnir og framkvæmdastjóra sveitarfélaga. Alls bárust 74 svör frá 28 hafnasjóðum. Flestir þeirra sem svöruðu voru kjörnir fulltrúar í hafnanefnd, ...
Lesa meira

Framlög til hafnarframkvæmda í fjárlögum 2014

Valur Rafn Halldórsson, starfsmaður Hafnasambands Íslands, hefur tekið saman minnisblað þar sem farið er yfir framlög til hafnarframkvæmda í fjárlögum 2014. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir framlögum til hafnarframkvæmda uppá um 1.236,5 m.kr. Er það hækkun uppá 49,7 m.kr að raungildi frá fjárlögum ársins 2013. Af 1.236,5 m.kr. fer yfir helmingur eða 660 m.kr. í framkvæmdir við Landeyjahöfn. En einnig er um að ræða tímabundið framlag til Húsavíkurhafnar uppá 348 m.kr. Framlög til ha...
Lesa meira

6. hafnafundur hafinn í Grindavík

  6. hafnafundur Hafnasambands Íslands var settur í morgun. Í setningarræðu sinni sagði Gísli Gíslason formaður m.a. Á síðustu árum hefur fjárhagur íslenskra hafna lagast og afkoman betri árið 2012 en árin þar á undan. Hafnarsjóðum sem reknir voru með tapi hefur fækkað en þeir voru þó árið 2012 átta af 35 hafnarsjóðum. Möguleikar á olíuvinnslu í hafinu fyrir norðan okkur varð Gísla að umræðuefni og telur hann að Íslendingar eigi að auka samstarf við Færeyinga og Grænlendinga í því ...
Lesa meira

Gerði við tönn án tannlækningaleyfis

Í  upphafi vikunnar sást til hafnarstarfsmanns gera við framtönn á þekktum innflytjanda til Reykjanesbæjar og veita henni talþjálfun. Við eftirgrennslan kom í ljós að starfsmaðurinn hafði hvorki tannlæknaréttindi né tréttindi talmeinafræðings. Nú er málið til meðferðar hjá hafnarstjóra. Aðdragandi þessa máls er að Skessan í Fjallinu,  þekkt aðalpersóna í sögum Herdísar Egilsdóttur, "Sigga og Skessan í Fjallinu" flutti til Reykjanesbæjar fyrir fjórum árum og fékk félagslegt húsnæði við smábát...
Lesa meira

Ástæðulaus refsigleði

Einhvers staðar var skrifað að Jón Hreggviðsson á Rein væri persónugervingur íslenskrar alþýðu sem sætir ókjörum. Hýðing Jóns fyrir snærisþjófnað lýsir refsihörku yfirvalda á Íslandi forðum tíð og spurt er hvort hverfa eigi aftur til þeirrar fortíðar með ótæpilegu valdi eftirlitstofnanna. Í lögum um stjórn fiskveiða, tengdum lögum og reglugerð er þeim starfsmönnum hafna sem annast vigtun sjávarafla lagðar á herðar bísna merkilegar skyldur og ábyrgð, sem í öðrum starfsgreinum þættu svo með ólíkin...
Lesa meira