Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að friða elstu mannvirkin við gömlu höfnina í Reykjavík. Um er að ræða eftirfarandi steinhleðslur, sem gerðar voru á árinunum 1913-1945:
Ingólfsgarður (1913)
Norðurgarður (1915)
Steinhleðslur við Suðurbugt (1928-1930)
Ægisgarður, eystri hleðsla (1932-1935)
Steinhleðslur við Víkina og Verbúðarbryggjur, frá Rastargötu til Bótabryggju (1940-1945).
Elstu varnargarðarnir í Reykjavíkurhöfn, Ingólfsgarður og Norðurgarður voru á sínum tím...
Lesa meira
Fréttir
Jóla- og áramótakveðja
Hafnasamband Íslands sendir stjórnum og starfsmönnum aðildarhafnanna bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á nýju ári. Með þakklæti fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Lesa meira
Reglugerð um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda. Markmið reglugerðarinnar er að draga úr tjóni eða koma í veg fyrir tjón vegna bráðamengunar eftir því sem kostur er. (meira…)
Lesa meira
Ályktun 38. hafnasambandsþings vegna breytinga á hafnalögum
Hafnasamband Íslands hélt hafnasambandsþing í Vestmannaeyjum dagana 20. og 21. september sl. Þar var m.a. fjallað um breytingar á hafnalögum. Á fundinum var m.a. samþykkt eftirfarandi ályktun:
„38. hafnasambandsþing haldið í Vestmannaeyjum dagana 20. og 21. september 2012 beinir þeim tilmælum til innanríkisráðherra að á haustþingi 2012 verði lagt fram frumvarp til breytinga á hafnalögum, sem grundvallast á tillögu fulltrúa Hafnasambands Íslands í nefnd ráðherra um efnið. Hafnasambandsþing telur...
Lesa meira
Ályktun stjórnar vegna framlaga til framkvæmda í höfnum í fjárlagafrumvarpi
Stjórn Hafnasambands Íslands vekur athygli fjárlaganefndar Alþingis á mikilvægi þess að framlag ríkisins til hafnaframkvæmda í fjárlögum ársins 2013 endurspegli þörf hafnanna á nauðsynlegum endurbótum hafnarmannvirkja og nýframkvæmdum. Stjórnin lýsir yfir óánægju sinni með rýrar tillögur í þessum efnum og skorar á fjárlaganefnd að hækka framlag ríkisins til þessara verkefna.
Lesa meira
Drög að frumvarpi til breytinga á hafnalögum til umsagnar
Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að frumvarpi til laga um breytingu á hafnalögum nr. 61/2003, með síðari breytingum. Unnt er að senda athugasemdir til ráðuneytisins til og með 28. október á netfangið postur@irr.is.
(meira…)
Lesa meira
Tillaga að ályktun um skipulags- og umhverfismál
38. hafnasambandsþing haldið í Vestmannaeyjum dagana 20. og 21. september 2012 beinir því til stjórnar hafnarsambandsins að taka upp viðræður við yfirvöld umhverfis- og skipulagsmála um að við setningu laga og reglna verði tekið mið af nauðsyn þess að minniháttar framkvæmdir og skipulagsbreytingar lúti ekki ósveigjanlegum og tímafrekum verkferlum. (meira…)
Lesa meira
Tillaga um mótun langtímastefnu fyrir hafnir landsins
38. hafnasambandsþing haldið í Vestmannaeyjum dagana 20. og 21. september 2012 beinir því til stjórnar hafnarsambandsins að skipaður verði starfshópur, með aðkomu hagsmunaaðila, sem vinni að sýn og langtímstefnu fyrir íslenskar hafnir. Jafnframt er kallað eftir langtímaáætlun á vegum ráðuneytisins til 50 ára um samgöngumál á Íslandi. (meira…)
Lesa meira
39. hafnasambandþing
Á 38. hafnasambandsþingi, sem haldið var í Vestmannaeyjum 20. og 21. september sl. var samþykkt að næsta hafnasambandsþing, hið 39. í röðinni, verði haldið í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð. 39. hafnasambandsþing verður haldið árið 2014 en hafnafundur árið 2013 verður haldinn í Grindavík.
Lesa meira
Stjórn Hafnasambands Íslands endurkjörin
Stjórn Hafnasambands Íslands var endurkjörin á 38. hafnasambandsþingis sem haldið var í Vestmannaeyjum í lok vikunnar.
Gísli Gíslason var endurkjörinn formaður. (meira…)
Lesa meira