Ályktun 38. hafnasambandsþings vegna breytinga á hafnalögum

Hafnasamband Íslands hélt hafnasambandsþing í Vestmannaeyjum dagana 20. og 21. september sl. Þar var m.a. fjallað um breytingar á hafnalögum. Á fundinum var m.a. samþykkt eftirfarandi ályktun: „38. hafnasambandsþing haldið í Vestmannaeyjum dagana 20. og 21. september 2012 beinir þeim tilmælum til innanríkisráðherra að á haustþingi 2012 verði lagt fram frumvarp til breytinga á hafnalögum, sem grundvallast á tillögu fulltrúa Hafnasambands Íslands í nefnd ráðherra um efnið. Hafnasambandsþing telur...
Lesa meira

Ályktun stjórnar vegna framlaga til framkvæmda í höfnum í fjárlagafrumvarpi

Stjórn Hafnasambands Íslands vekur athygli fjárlaganefndar Alþingis á mikilvægi þess að framlag ríkisins til hafnaframkvæmda  í fjárlögum ársins 2013 endurspegli þörf hafnanna á nauðsynlegum endurbótum hafnarmannvirkja og nýframkvæmdum. Stjórnin lýsir yfir óánægju sinni með rýrar tillögur í þessum efnum og skorar á fjárlaganefnd að hækka framlag ríkisins til þessara verkefna.
Lesa meira

Tillaga að ályktun um skipulags- og umhverfismál

38. hafnasambandsþing haldið í Vestmannaeyjum dagana 20. og 21. september 2012 beinir því til stjórnar hafnarsambandsins að taka upp viðræður við yfirvöld umhverfis- og skipulagsmála um að við setningu laga og reglna verði tekið mið af nauðsyn þess að minniháttar framkvæmdir og skipulagsbreytingar lúti ekki ósveigjanlegum og tímafrekum verkferlum. (meira…)
Lesa meira

Tillaga um mótun langtímastefnu fyrir hafnir landsins

38. hafnasambandsþing haldið í Vestmannaeyjum dagana 20. og 21. september 2012 beinir því til stjórnar hafnarsambandsins að skipaður verði starfshópur, með aðkomu hagsmunaaðila, sem vinni að sýn og langtímstefnu fyrir íslenskar hafnir. Jafnframt er kallað eftir langtímaáætlun á vegum ráðuneytisins til 50 ára um samgöngumál á Íslandi. (meira…)
Lesa meira

Skráning á Hafnasambandsþing 2012

Hafnasambandsþing verður haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum í 20. og 21. september 2012. Ráðgert er að dagskrá hefjist kl. 13:00 fimmtudaginn 20. september og standi fram eftir degi. Dagskráin hefst síðan að nýju kl. 9:00 að morgni föstudags og stendur fram til kl. 17:00. Skráning á þingið fer fram hér á vefnum.
Lesa meira

Hafnarvörður í 63 ár

Ragnar Guðmundsson á Brjánslæk hefur hætt störfum sem hafnarvörður Brjánslækjarhafnar en þar starfaði hann frá árinu 1949 eða í 63 ár. „Ragnar hefur nú lokið störfum sem hafnarvörður og þakkar bæjarstjórn og hafnarstjórn Vesturbyggðar honum góð og farsæl störf í þágu hafna Vesturbyggðar,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu. (meira…)
Lesa meira

Magnús Karel 60 ára

Gísli Gíslason, formaður stjórnar Hafnasambands Íslands, kom færandi hendi á skrifstofur Sambands íslenskra sveitarfélaga skömmu fyrir hádegi í dag. Hann hafði meðferðis mynd frá Eyrarbakkahöfn eftir Bjarna Þór Bjarnason listmálara á Akranesi. Tilefni heimsóknarinnar var afmæli Magnúsar Karels Hannessonar, starfsmanns hafnasambandsins, en hann fagnaði 60 ára afmæli sínu þann 10. apríl sl. Á meðfylgjandi mynd má sjá Gísla afhenda Magnúsi gjöfina.
Lesa meira