Gerði við tönn án tannlækningaleyfis

Í  upphafi vikunnar sást til hafnarstarfsmanns gera við framtönn á þekktum innflytjanda til Reykjanesbæjar og veita henni talþjálfun. Við eftirgrennslan kom í ljós að starfsmaðurinn hafði hvorki tannlæknaréttindi né tréttindi talmeinafræðings. Nú er málið til meðferðar hjá hafnarstjóra. Aðdragandi þessa máls er að Skessan í Fjallinu,  þekkt aðalpersóna í sögum Herdísar Egilsdóttur, "Sigga og Skessan í Fjallinu" flutti til Reykjanesbæjar fyrir fjórum árum og fékk félagslegt húsnæði við smábát...
Lesa meira

Sjávartengd ferðaþjónusta á norðurslóðum – auður hennar og ógnir

Ráðstefna og vinnusmiðjur í Háskólanum á Akureyri 18.-19. júní 2013. Ráðstefnan er öllum opin en vegna skipulagningar eru þátttakendur vinsamlegast beðnir að skrá sig fyrir 10. maí 2013: conference@aktravel.is eða í síma 460 0600. Nánari upplýsingar má fá í gegnum netfangið sibba@svs.is eða í síma 864 8966. Ráðstefnugjald er 12.000 krónur. Sjavartengd.radstefna - dagskrá.
Lesa meira

Samningur við Íslenska sjávarklasann um langtímastefnu fyrir hafnir landsins

Í dag undirritaði formaður Hafnasambands Íslands, Gísli Gíslason, samning við Íslenska sjávarklasann um mótun langtímastefnu fyrir hafnir landsins. Stjórn hafnasambandsins telur mikilvægt að íslenskar hafnir uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til þeirra sem mikilvægs hluta samgöngukerfis landsins. Stærstur hluti hagkerfis þjóðarinnar og framtíðartækifæri í atvinnulífinu tengjast með einum eða öðrum hætti öruggum hafnarmannvirkjum. Mikilvægt er því að móta stefnu til lengri tíma sem tryggi af...
Lesa meira

Fyrirhuguðu útboði á strandsiglingum frestað

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu innanríkisráðherra um að fresta útboði á strandsiglingum við Ísland. Bæði Samskip og Eimskip hafa tilkynnt fyrirætlanir um strandsiglingar sem hefjast munu á næstu vikum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að með því megi ætla að markmið verkefnisins nái fram að ganga og í því ljósi lagði hann til að útboði yrði frestað en áfram fylgst með framvindu málsins. (meira…)
Lesa meira

Beiðni um umsögn

Aðildarhöfnum er bent á að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um hafnalög (ríkisstyrkir o.fl.), 577. mál. Nefndin óskar þess að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13.mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is eða bréflega til Nefndasviðs Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík. Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis:http://www.althingi.is/altext/141/s/0982....
Lesa meira

Viðmiðunarverð þorks hækkar um 10%

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSí, FFSÍ, VM) og útvegsmanna (LÍÚ, LS), sem haldinn var 31. janúar 2013 var ákveðið að lækka viðmiðunarverð skv. kjarasamningum á slægðum og óslægðum þorski um 10% og hækka viðmiðunarverð á slægðri og óslægðri ýsu um 5%. Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila. Breytingin tók gildi 1. febrúar 2013.
Lesa meira

Endurbætur á Patrekshöfn

Nýlega lauk endurbyggingu á viðleguköntum í Patrekshöfn. Verkið hófst upphaflega árið 2008 með útboði á stálþilsefni og festingum fyrir 310 m viðlegukant með 6 m dýpi. Heildarþungi efnisins var um 570 tonn og var tilboði frá G. Arasyni tekið. Kostnaður við verkið 2008 var um 119 millj. kr. Í ágústmánuði 2009 voru opnuð þau 6 tilboð sem bárust í vinnu við þilreksturinn. Samið var við Geirnaglann frá Ísafirði sem átti lægsta boð, 75,5 millj. kr. eða 61% af kostnaðaráætlun. Verkið fólst m.a. í a...
Lesa meira

Mannvirki við gömlu höfnina í Reykjavík friðuð

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að friða elstu mannvirkin við gömlu höfnina í Reykjavík. Um er að ræða eftirfarandi steinhleðslur, sem gerðar voru á árinunum 1913-1945: Ingólfsgarður (1913) Norðurgarður (1915) Steinhleðslur við Suðurbugt (1928-1930) Ægisgarður, eystri hleðsla (1932-1935) Steinhleðslur við Víkina og Verbúðarbryggjur, frá Rastargötu til Bótabryggju (1940-1945). Elstu varnargarðarnir í Reykjavíkurhöfn, Ingólfsgarður og Norðurgarður voru á sínum tím...
Lesa meira