Hafnasambandsþing verður haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum í 20. og 21. september 2012. Ráðgert er að dagskrá hefjist kl. 13:00 fimmtudaginn 20. september og standi fram eftir degi. Dagskráin hefst síðan að nýju kl. 9:00 að morgni föstudags og stendur fram til kl. 17:00.
Skráning á þingið fer fram hér á vefnum.
Lesa meira
Fréttir
Hafnarvörður í 63 ár
Ragnar Guðmundsson á Brjánslæk hefur hætt störfum sem hafnarvörður Brjánslækjarhafnar en þar starfaði hann frá árinu 1949 eða í 63 ár. „Ragnar hefur nú lokið störfum sem hafnarvörður og þakkar bæjarstjórn og hafnarstjórn Vesturbyggðar honum góð og farsæl störf í þágu hafna Vesturbyggðar,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu. (meira…)
Lesa meira
Magnús Karel 60 ára
Gísli Gíslason, formaður stjórnar Hafnasambands Íslands, kom færandi hendi á skrifstofur Sambands íslenskra sveitarfélaga skömmu fyrir hádegi í dag. Hann hafði meðferðis mynd frá Eyrarbakkahöfn eftir Bjarna Þór Bjarnason listmálara á Akranesi. Tilefni heimsóknarinnar var afmæli Magnúsar Karels Hannessonar, starfsmanns hafnasambandsins, en hann fagnaði 60 ára afmæli sínu þann 10. apríl sl.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Gísla afhenda Magnúsi gjöfina.
Lesa meira
Aukinn vöruinnflutningur um Faxaflóahafnir
Faxaflóahafnir voru með heildartekjur á árinu 2011 upp á 2,4 milljarða króna. Hagnaður ársins var 248 milljónir kr. Gísli Gíslason hafnarstjóri segir að miðað við fyrstu fjóra mánuðina stefni í góðan rekstur á þessu ári eftir mikla niðursveiflu frá árinu 2008. (meira…)
Lesa meira
Frosti VE144 í Grenivíkurhöfn
Ísfisktogarinn Frosti VE 144 kom í gær í fyrsta sinn til löndunar í Grenivíkurhöfn. Margt var um manninn á bryggjunni, fólk að fylgjast með löndun og skoða skipið. Víða mátti sjá fána blakta við hún á Grenivík í gær í tilefni komu skipsins. (meira…)
Lesa meira
„Bryggjuball“ á Djúpavogi
Óvænt vertíðarstemmning ríkti á Djúpavogi á fimmtudag og komu um það bil 40 strandveiðibátar þangað til hafnar að loknum veiðidegi á miðvikudag.
Bátarnir eru víða að, en þeir velja sér Djúpavog til löndunar þessa dagana,því það er næsta höfn við miðin á svonefndum Hvítingum. Þar er mjög góð veiði og ná flestir eða allir bátar leyfilegum dagskammti þar, en skammturinn er um 750 kíló.
Ýmiskonar þjónusta blómstar í bænum í tengslum við þennan flota og er bæjarbragur allur líflegri en vant...
Lesa meira
Ástæðulaus refsigleði
Einhvers staðar var skrifað að Jón Hreggviðsson á Rein væri persónugervingur íslenskrar alþýðu sem sætir ókjörum. Hýðing Jóns fyrir snærisþjófnað lýsir refsihörku yfirvalda á Íslandi forðum tíð og spurt er hvort hverfa eigi aftur til þeirrar fortíðar með ótæpilegu valdi eftirlitstofnanna. Í lögum um stjórn fiskveiða, tengdum lögum og reglugerð er þeim starfsmönnum hafna sem annast vigtun sjávarafla lagðar á herðar bísna merkilegar skyldur og ábyrgð, sem í öðrum starfsgreinum þættu svo með ólíkin...
Lesa meira
Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa hjá Faxaflóahöfnum sf.
Faxaflóahafnir sf. hafa skilað inn til Umhverfisstofnunar áætlun um móttöku úrgangs og farmleifa hjá Faxaflóahöfnum. Grundvöllur áætlunarinnar eru lög um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33/2004 með síðari breytingum, MARPOL-samningurinn um varnir gegn mengun sjávar frá skipum frá árinu 1973 ásamt bókun frá árinu 1978 (MARPOL 73/78) með tilheyrandi reglugerð nr. 801/2004 um varnir gegn sorpmengun frá skipum.
(meira…)
Lesa meira
Stækkað við Skarfabakka
Á vef Faxaflóahafna, www.faxafloahafnir.is, birtist þann 30. mars frétt um að samið hafi verið um 2. áfanga Skarfabakka. Í gærkvöldi fjallaði fréttastofa Stöðvar 2 um stækkunina og var m.a. rætt við Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóra Faxaflóahafna, um stækkunina en í 2. áfanga verður Skarfabakki lengdur um 200 metra.
(meira…)
Lesa meira
Umsagnir hafnasambandsins um tvö frumvörp
Stjórn Hafnasambands Íslands hefur sent frá sér tvær umsagnir um frumvörp til laga. Annars vegar er um að ræða frumvarp til laga um greiðsluþátttöku ríkissjóðs vegna uppbyggingar Helguvíkurhafnar, 113. mál og hins vegar frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum, 598. mál. (meira…)
Lesa meira