„Bryggjuball“ á Djúpavogi

Óvænt vertíðarstemmning ríkti á Djúpavogi á fimmtudag og komu um það bil 40 strandveiðibátar þangað til hafnar að loknum veiðidegi á miðvikudag. Bátarnir eru víða að, en þeir velja sér Djúpavog til löndunar þessa dagana,því það er næsta höfn við miðin á svonefndum Hvítingum. Þar er mjög góð veiði og ná flestir eða allir bátar leyfilegum dagskammti þar, en skammturinn er um 750 kíló. Ýmiskonar þjónusta blómstar í bænum í tengslum við þennan flota og er bæjarbragur allur líflegri en vant...
Lesa meira

Ástæðulaus refsigleði

Einhvers staðar var skrifað að Jón Hreggviðsson á Rein væri persónugervingur íslenskrar alþýðu sem sætir ókjörum. Hýðing Jóns fyrir snærisþjófnað lýsir refsihörku yfirvalda á Íslandi forðum tíð og spurt er hvort hverfa eigi aftur til þeirrar fortíðar með ótæpilegu valdi eftirlitstofnanna. Í lögum um stjórn fiskveiða, tengdum lögum og reglugerð er þeim starfsmönnum hafna sem annast vigtun sjávarafla lagðar á herðar bísna merkilegar skyldur og ábyrgð, sem í öðrum starfsgreinum þættu svo með ólíkin...
Lesa meira

Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa hjá Faxaflóahöfnum sf.

Faxaflóahafnir sf. hafa skilað inn til Umhverfisstofnunar áætlun um móttöku úrgangs og farmleifa  hjá Faxaflóahöfnum. Grundvöllur áætlunarinnar eru lög um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33/2004 með síðari breytingum, MARPOL-samningurinn um varnir gegn mengun sjávar frá skipum frá árinu 1973 ásamt bókun frá árinu 1978 (MARPOL 73/78) með tilheyrandi reglugerð nr. 801/2004 um varnir gegn sorpmengun frá skipum. (meira…)
Lesa meira

Stækkað við Skarfabakka

Á vef Faxaflóahafna, www.faxafloahafnir.is, birtist þann 30. mars frétt um að samið hafi verið um 2. áfanga Skarfabakka. Í gærkvöldi fjallaði fréttastofa Stöðvar 2 um stækkunina og var m.a. rætt við Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóra Faxaflóahafna, um stækkunina en í 2. áfanga verður Skarfabakki lengdur um 200 metra. (meira…)
Lesa meira

Fiskiskipum fjölgaði um 30 á milli ára

Á vefsíðu Hagstofunnar í dag, 24. febrúar, kemur fram að alls voru 1.655 fiskiskip á skrá hjá Siglingastofnun í lok árs 2011 og hafði þeim fjölgað um 30 frá árinu áður. Fjöldi vélskipa var 764 og samanlögð stærð þeirra 82.777 brúttótonn. Vélskipum fjölgaði um þrjú á milli ára en flotinn minnkaði um 680 brúttótonn. Togarar voru alls 58 og fjölgaði um einn frá árinu á undan. Heildarstærð togaraflotans var 73.137 brúttótonn og hafði stækkað um 8.050 brúttótonn frá árinu 2010. Opnir fiskibátar voru ...
Lesa meira

Verðmæti afla fiskiskipa jókst um 18,3 milljarða

Í frétt frá Hagstofunni kemur fram að aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa nam 143 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2011 samanborið við tæpa 125 milljarða á sama tímabili 2010. Aflaverðmætið hefur því aukist um 18,3 milljarða króna eða 14,7% milli ára. Mestur hluti aflans liggur í aflaverðmæti botnfisks, 87,4 milljarðar króna. Verðmæti þorskaflans nam 42,3 milljörðum króna og er það um 30% af heildarverðmætinu. Verðmætið jókst um 2,3% frá sama tíma ári fyrr. (meira…)
Lesa meira

Fiskmerki

Frá apríl 2008 til febrúar 2010 hafa 4000 þorskar verið merktir í Breiðafirði, 1000 á Flákanum og 3000 innan við Grundarfjörð að Stykkishólmi og norður að Bjarneyjum. Þá voru 1000 ufsar merktir á Sex mílunum í ágúst 2010. Einungis 12 merktir þorskar skiluðu sér til útibúsins 2011, þar af eru 9 úr nýlegum merkingum hér í Breiðafirði. Einn er úr eldri merkingu í Breiðafirði. Einn kemur úr merkingu í Steingrímsfirði og einn úr merkingu Hafró við austurströnd Grænlands. (meira…)
Lesa meira