Á vefsíðu Hagstofunnar í dag, 24. febrúar, kemur fram að alls voru 1.655 fiskiskip á skrá hjá Siglingastofnun í lok árs 2011 og hafði þeim fjölgað um 30 frá árinu áður. Fjöldi vélskipa var 764 og samanlögð stærð þeirra 82.777 brúttótonn. Vélskipum fjölgaði um þrjú á milli ára en flotinn minnkaði um 680 brúttótonn. Togarar voru alls 58 og fjölgaði um einn frá árinu á undan. Heildarstærð togaraflotans var 73.137 brúttótonn og hafði stækkað um 8.050 brúttótonn frá árinu 2010. Opnir fiskibátar voru ...
Lesa meira
Fréttir
Verðmæti afla fiskiskipa jókst um 18,3 milljarða
Í frétt frá Hagstofunni kemur fram að aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa nam 143 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2011 samanborið við tæpa 125 milljarða á sama tímabili 2010. Aflaverðmætið hefur því aukist um 18,3 milljarða króna eða 14,7% milli ára.
Mestur hluti aflans liggur í aflaverðmæti botnfisks, 87,4 milljarðar króna. Verðmæti þorskaflans nam 42,3 milljörðum króna og er það um 30% af heildarverðmætinu. Verðmætið jókst um 2,3% frá sama tíma ári fyrr. (meira…)
Lesa meira
Fiskmerki
Frá apríl 2008 til febrúar 2010 hafa 4000 þorskar verið merktir í Breiðafirði, 1000 á Flákanum og 3000 innan við Grundarfjörð að Stykkishólmi og norður að Bjarneyjum. Þá voru 1000 ufsar merktir á Sex mílunum í ágúst 2010.
Einungis 12 merktir þorskar skiluðu sér til útibúsins 2011, þar af eru 9 úr nýlegum merkingum hér í Breiðafirði. Einn er úr eldri merkingu í Breiðafirði. Einn kemur úr merkingu í Steingrímsfirði og einn úr merkingu Hafró við austurströnd Grænlands. (meira…)
Lesa meira
Flest sveitarfélög á Vestfjörðum hafa misst mikinn kvóta
Samanlögð úthlutun fiskveiðikvóta á Vestfjörðum minnkaði um 5,2% á árunum 1991 til 2011. Árið 1991 var fiskveiðikvótinn á Vestfjörðum 14,8% af heildarkvótanum en 9,6% á fiskveiðiárinu 2010/2011. Þetta kemur fyrir í tölum sem teknar voru saman við gerð frumvarps til laga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Sveitarfélög á Vestfjörðum hafa flest öll misst stóran hlut af kvóta á tímabilinu. Hlutfallslega missti Reykhólahreppur mest, eða 100%. Hins vegar var lítið veitt í Reykhólahreppi á fisk...
Lesa meira
Vopnafjarðarhöfn þriðja aflahæsta höfnin
Líkt og greint var frá í upphafi mánaðarins er þess vænst að yfirstandandi loðnuvertíð geti fært þjóðarbúinu allt að 30 milljarða króna í tekjur og þar er hlutur Vopnafjarðar verulegur. Á heimasíðu Fiskifrétta, www.fiskifrettir.is, er ýmsan fróðleik að finna. Frá því er greint að Fiskistofa hafi tekið saman upplýsingar um landað magn af uppsjávarfiski eftir höfnum og landsvæðum frá 2007 til 2011 – og meðal hinna 3ja stærstu er Vopnafjörð að finna.
(meira…)
Lesa meira
Björgunargalli fari í öll skip
Ásbjörn Óttarsson alþingismaður hvatti til þess á Alþingi í dag að reglugerð um björgunarbúnað í skipum yrði breytt sem fæli í sér að í öllum skipum yrði til staðar björgunarflotgalli. Samkvæmt núverandi reglum þarf slíkur galli aðeins að vera í skipum stærri en 12 tonn.
Í skipum undir 12 tonn að stærð á að vera svokallaður vinnugalli, en Ásbjörn sagði að rannsóknir hefðu leitt í ljós að hann fæli í sér falskt öryggi. Menn sem færu í sjóinn í vinnugalla lifðu einungis í um 20 mínútur.
Ásbj...
Lesa meira
Ófærð um borð í Júlíusi
Áhöfnin á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni ÍS slapp ekki við ófærð á dögunum þrátt fyrir að skipið hafi verið í vari undir Grænuhlíð á meðan óveðrið stóð yfir. „Veðrið undanfarna daga hefur ekki leikið við sjómenn frekar en aðra á þessu landi. Um borð í Júlíusi Geirmundssyni er t.d .mikil ófærð og voru menn þar á fullu að ryðja sér leiðir um dekkið. Mokstur gengur vel og er búist við að allar leiðir verði færar nú um hádegisbil,“ segir á vef skipsins, jullinn.is fyrir helgi. (meira&hel...
Lesa meira
Góð veiði víða um land
Ágæt veiði er hjá dragnótabátum við Snæfellsnes en veiðin er dræm hjá þeim dragnótarbátum sem róa frá Sandgerði.
Rifsari SH var með 56 tonn í 7 róðrum á meðan að Örn KE var með 20 tonn í 7 róðrum. Siggi Bjarna GK var einungis með 19 tonn í 7 róðrum á meðan að Esjar SH, sem er mun minni bátur, var með 30 tonn í 7 róðrum. Afli Steinunnar SH og Rifsara SH er kominn yfir 100 tonn hjá hvorum bát og er Rifsari SH aflahæstur. (meira…)
Lesa meira
Magni kallaður til aðstoðar
Dráttarbáturinn Magni var kallaður út í lok janúar 2012 eftir að tilkynning barst um að gamla varðskipið Þór væri lausbundið við bryggju í Gufunesi.
Faxaflóahafnir gera út Magna og þar fengust þær upplýsingar að landfestar hefðu slitnað við annan enda skipsins en haldist á hinum endanum. Þór hefði því ekki rekið frá höfninni. (meira…)
Lesa meira
Ný ferja taki mið af þeim aðstæðum sem nú ríkja í og við Landeyjahöfn
Innanríkisráðherra hefur ásamt fulltrúum Vestmannaeyjabæjar, Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar farið yfir stöðuna varðandi siglingar í Landeyjahöfn. Hefur verið fjallað um smíði nýrrar ferju, fyrirkomulag siglinga þar til ný ferja verður komin í gagnið, líklega þróun sandburðar við Landeyjahöfn og rannsóknir sem framundan eru. Við fjármögnun verður litið til verkefnisins í heild, þ.e. smíði nýrrar ferju og aðgerða til aðlögunar Landeyjahafnar að breyttum náttúrulegum aðstæðum.
(meira&hell...
Lesa meira