Á vef Siglingastofnunar kemur fram að eitt af verkefnum stofnunarinnar er að hafa eftirlit með því að við hönnun og byggingu hafnarmannvirkja sé fylgt lágmarkskröfum um slysavarnir í höfnum. Með því er m.a. átt við öryggisbúnað til að koma í veg fyrir slys og nota má til að bjarga þeim sem verða fyrir óhöppum við hafnir. Meðal þess eru stigar, bjarghringir, björgunarlykkjur, björgunarnet, krókstjakar, símar eða bjölluskápar og lýsing á hafnarsvæðum. Í úttektum eru einnig skoðuð innsiglingamerki ...
Read More
Fréttir
Málþing með notendum Faxaflóahafna
Miðvikudaginn 2. nóvember nk. efna Faxaflóahafnir til málþings með notendum sínum þar sem þeim gefst færi á að kynna sér það sem efst er á baugi hjá Faxaflóahöfnum og fræðast um starfsemina á hafnarsvæðum fyrirtækisins. Málþingið hefst kl. 16.00. (meira…)
Read More
Boðað til 5. hafnasambandsþings
Stjórn Hafnasambands Íslands boðar til 5. hafnasambandsþings dagana 20. og 21. september 2012.
Sveinn R. Valgeirsson, forstöðumaður Vestmannaeyjahafnar, hefur í samstarfi við starfsmenn hafnasambandsins tekið saman upplýsingar um gistirými í Vestmannaeyjum á þessum tíma. Gistirými er nokkuð af skornum skammti og við hvetjum þá sem hyggjast sækja þingið til að bóka gistingu sem fyrst svo ekki komi til vandræða þegar nær dregur. Eftirtaldir gististaðir eru í boði:
(meira…)
Read More
Reynt að ná Sölku af botni Sandgerðishafnar í dag
Reynt verður í dag að ná fiskibátnum Sölku af botni Sandgerðishafnar, en hann sökk þar á skammri stundu í gær, sunnudag, eftir að stálbáturinn Rán GK sigldi á hann við bryggju, þegar Rán var að koma úr róðri.
Salka er 30 tonna eikarbátur og standa möstrin ein upp úr sjónum, en Rán er stór stálbátur. Salka var mannlaus þegar Rán sigldi á hana og engan sakaði um borð í Rán. (meira…)
Read More
Hafnasambandsþing í Vestmannaeyjum
Hafnasambandsþing verður haldið í Vestmannaeyjum 20. og 21. september 2012. Undirbúningur fyrir þingið er að hefjast en hann fer fram í samvinnu við heimamenn. Enn á eftir að ákveða fundarstað en það mun koma í ljós fljótlega.
Read More