Fréttir
Hafnasambandsþing 2016
Þann 13.- og 14. október 2016 verður hafnasambandsþing Hafnasambands Íslands haldið á Ísafirði. Met þátttaka er á þingið en dagskrána má nálgast hér.
Lesa meira
Drög að viðbragðsáætlun sóttvarna
Drög að viðbragðsáætlun sóttvarna - hafnir og skip, kynnt fyrir hagsmunaaðilum - Faxaflóahafnir // 3e3):(d.fillText(String.fromCharCode(55357,56835),0,0),0!==d.getImageData(16,16,1,1).data[0])):!1}function e(a){var c=b.createElement("script");c.src=a,c.type="text/javascript",b.getElementsByTagName("head")[0].appendChild(c)}var f,g;c.supports={simple:d("simple"),flag:d("flag")},c.DOMReady=!1,c.readyCallback=function(){c.DOMReady=!0},c.supports.simple&&c.supports.flag||(g=function(){c.readyCallba...
Lesa meira
Umsagnir óskast um reglugerð um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi. Um er að ræða endurskoðun á samnefndri reglugerð nr. 35/1994.
Gert er ráð fyrir að reglugerðin gildi um starfsemi olíubirgðastöðva og afgreiðslustöðvar fyrir eldsneyti sem og um rekstur geyma og annarra mannvirkja þar sem olía, lýsi, íblöndunarefni eða lífrænir leysar eru meðhöndlaðir eða geymdir. Þannig mun reglugerðin taka til lýsis, lífrænna leysa og íblöndunarefna í ...
Lesa meira
Samkomulag um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum
Í gær, sunnudaginn 5. júní 2016, skrifaði Gísli Gíslason, formaður Hafnasambands Íslands, undir samkomulag milli hafnasambandsins, Umhverfisstofnunar, og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum.
Samningsaðilar eru sammála um að þær útgerðir sem ekki nýta móttökuaðstöðu viðkomandi hafna beri að skila gögnum til viðkomandi hafnaryfirvalda um magn og tegund úrgangs sem berst í land frá fiskiskipum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi mun senda Umhverfisstofnu...
Lesa meira
Útblástur og landtenging skipa
Á fundi stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 24. maí sl. var m.a. lagt fram minnisblað frá Faxaflóahöfnum, dags. 27. apríl 2016, um útblástur skipa og landtengingar skipa. Stjórn hafnasambandsins bókaði eftirfarandi:
Ísland hefur skuldbundið sig samkvæmt COP 21 að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Til að ná þeim markmiðum þarf miklar fjárfestingar í innviðum samfélagsins, þannig að unnt sé að auka verulega notkun á rafmagni.
Hafnasjóðir landsins hafa í auknum mæli á seinustu ár...
Lesa meira
7. hafnafundur
7. hafnafundur Hafnasambands Íslands var settur í Firði í Hafnarfirði í morgun, föstudaginn 28. ágúst. Að venju mæta starfsmenn hafna og stjórnarmenn hafnarstjórna vel á fundinn og mörg fróðleg erindi verða flutt í dag. Þar á meðal má nefna hefðbundnar upplýsingar um fjárhagsstöðu hafna, framkvæmdaþörf og öryggismál hafna. En meðal þess sem nýrra ber við eru upplýsingar um fjareftirlit með rafmagnsnotkun og stöðu rafmagnsmála vegna landtenginga, fræðslumál hjá Íslenska sjávarklasanum og nýtingu ...
Lesa meira
Skýrsla OECD um samkeppnishæfni hafnaborga
Komin er út skýrsla á vegum OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, um samkeppnishæfni hafnaborga. Fjallað er um áhrif hafna á borgir, stefnumótun og hvernig má auka jákvæð áhrif hafna á umhverfið og milda neikvæð áhrif. Talið er að auka megi hag borga af hafnastarfsemi meðal annars með því að stofna klasa um hafaþjónustu og ýta undir að iðfyrirtæki séu sem næst höfnum.
Skýrslan er fáanleg í gegnum vef OECD. Á vef innanríkisráðuneytisins má finna útdrátt um nokkur helstu umfjöl...
Lesa meira
Ný heimildamynd um sögu íslenskra vita.
Ljósmál ehf. vinnur nú að gerð heimildarmyndar um sögu íslenskra vita. Þetta er fyrsta mynd sinnar tegundar hér á landi og er unnin í samstarfi reyndra innlendra kvikmyndagerðarmanna og Íslenska vitafélagins, með stuðningi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Ísland vitavæddist á rúmum 80 árum, og sú uppbygging er stór hluti af framfara- og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, sögu hafnamála, útgerðar og fiskveiða og síðst en ekki síðast öryggismálum sjómanna og sæfarenda. Margir af þeim sem tengjast si...
Lesa meira
Samvinna og sameining hafnasjóða
Á hafnasambandþingi sem haldið var í Dalvíkur- og Fjallabyggð 4.-5. september sl. var rætt um að mikilvægt sé að hafnir og sveitarfélög vinni saman að því að efla starfsemi hafna og gera hverja rekstrareiningu arðbæra. Í tengslum við þetta lét hafnasambandið gera könnun á möguleikum á samvinnu og sameiningu hafnasjóða. Könnunin var send á allar aðildarhafnir og framkvæmdastjóra sveitarfélaga. Alls bárust 74 svör frá 28 hafnasjóðum. Flestir þeirra sem svöruðu voru kjörnir fulltrúar í hafnanefnd, ...
Lesa meira