Gísli Gíslason, formaður stjórnar Hafnarsambands sveitarfélaga, segir mikilvægt að ljúka við reglur um neyðarhafnir og skipaafdrep. Engin höfn við Ísland er skilgreind sem neyðarhöfn. Í skýrslu, sem skrifuð var 2008, er Hafnarfjarðarhöfn nefnd sem möguleg neyðarhöfn.
Tekið er fram að hún henti ekki ef um eld-, sprengi- eða mengunarhættu er að ræða. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir að ákvörðun um að fara með skipið í Hafnarfjarðarhöfn hafi ekk...
Read More
Fréttir
Vilja skýrari reglur um neyðarhafnir
Hafnarstjórn Hafnarfjarðar telur afar brýnt að mótaðar séu skýrar reglur um hlutverk og skyldur neyðarhafna og jafnframt sé brýnt að farið verði yfir þá atburðarrás sem átti sér stað sl. föstudag þegar flutningaskipið Fernanda var dregið til hafnar.
Þetta kemur fram í bókun sem var samþykkt á fundi hafnarstjórnar Hafnarfjarðar í morgun.
Lúðvík Geirsson, formaður hafnarstjórnar, segir í samtali við mbl.is, að stjórnin hafi verið kölluð saman til fundar í morgun til að fara yfir stöðuna.
Ý...
Read More
Framlög til hafnarframkvæmda í fjárlögum 2014

Valur Rafn Halldórsson, starfsmaður Hafnasambands Íslands, hefur tekið saman minnisblað þar sem farið er yfir framlög til hafnarframkvæmda í fjárlögum 2014. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir framlögum til hafnarframkvæmda uppá um 1.236,5 m.kr. Er það hækkun uppá 49,7 m.kr að raungildi frá fjárlögum ársins 2013.
Af 1.236,5 m.kr. fer yfir helmingur eða 660 m.kr. í framkvæmdir við Landeyjahöfn. En einnig er um að ræða tímabundið framlag til Húsavíkurhafnar uppá 348 m.kr.
Framlög til ha...
Read More
6. hafnafundur hafinn í Grindavík
6. hafnafundur Hafnasambands Íslands var settur í morgun. Í setningarræðu sinni sagði Gísli Gíslason formaður m.a.
Á síðustu árum hefur fjárhagur íslenskra hafna lagast og afkoman betri árið 2012 en árin þar á undan. Hafnarsjóðum sem reknir voru með tapi hefur fækkað en þeir voru þó árið 2012 átta af 35 hafnarsjóðum.
Möguleikar á olíuvinnslu í hafinu fyrir norðan okkur varð Gísla að umræðuefni og telur hann að Íslendingar eigi að auka samstarf við Færeyinga og Grænlendinga í því ...
Read More
Hafnafundur 2013
6. hafnafundur Hafnasambands Íslands verður haldinn í Grindavík föstudaginn 20. september 2013.
Dagskráin hefst kl. 10:30 en áformað er að fundi ljúki kl. 15:45. Um kvöldið verður móttaka og kvöldverður. Boðið verður uppá rútuferðir frá Borgartúni 30 kl. 09:30 og til baka kl. 23:00. Verð á hafnafundinn er 9.000 krónur.
Dagskrá og skráning.
Read More
Gerði við tönn án tannlækningaleyfis
Í upphafi vikunnar sást til hafnarstarfsmanns gera við framtönn á þekktum innflytjanda til Reykjanesbæjar og veita henni talþjálfun. Við eftirgrennslan kom í ljós að starfsmaðurinn hafði hvorki tannlæknaréttindi né tréttindi talmeinafræðings.
Nú er málið til meðferðar hjá hafnarstjóra.
Aðdragandi þessa máls er að Skessan í Fjallinu, þekkt aðalpersóna í sögum Herdísar Egilsdóttur, "Sigga og Skessan í Fjallinu" flutti til Reykjanesbæjar fyrir fjórum árum og fékk félagslegt húsnæði við smábát...
Read More
Sjávartengd ferðaþjónusta á norðurslóðum – auður hennar og ógnir
Ráðstefna og vinnusmiðjur í Háskólanum á Akureyri 18.-19. júní 2013.
Ráðstefnan er öllum opin en vegna skipulagningar eru þátttakendur vinsamlegast beðnir að skrá sig fyrir 10. maí 2013: conference@aktravel.is eða í síma 460 0600.
Nánari upplýsingar má fá í gegnum netfangið sibba@svs.is eða í síma 864 8966.
Ráðstefnugjald er 12.000 krónur.
Sjavartengd.radstefna - dagskrá.
Read More
Samningur við Íslenska sjávarklasann um langtímastefnu fyrir hafnir landsins
Í dag undirritaði formaður Hafnasambands Íslands, Gísli Gíslason, samning við Íslenska sjávarklasann um mótun langtímastefnu fyrir hafnir landsins. Stjórn hafnasambandsins telur mikilvægt að íslenskar hafnir uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til þeirra sem mikilvægs hluta samgöngukerfis landsins. Stærstur hluti hagkerfis þjóðarinnar og framtíðartækifæri í atvinnulífinu tengjast með einum eða öðrum hætti öruggum hafnarmannvirkjum. Mikilvægt er því að móta stefnu til lengri tíma sem tryggi af...
Read More
Fyrirhuguðu útboði á strandsiglingum frestað
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu innanríkisráðherra um að fresta útboði á strandsiglingum við Ísland. Bæði Samskip og Eimskip hafa tilkynnt fyrirætlanir um strandsiglingar sem hefjast munu á næstu vikum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að með því megi ætla að markmið verkefnisins nái fram að ganga og í því ljósi lagði hann til að útboði yrði frestað en áfram fylgst með framvindu málsins. (meira…)
Read More
Beiðni um umsögn
Aðildarhöfnum er bent á að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um hafnalög (ríkisstyrkir o.fl.), 577. mál. Nefndin óskar þess að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13.mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is eða bréflega til Nefndasviðs Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík.
Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis:http://www.althingi.is/altext/141/s/0982....
Read More