Hafnasambandsþing var haldið í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð dagana 4. og 5. september 2014. Alls sóttu ríflega 100 fulltrúar þingið, fræddust um starfsemi hafnasambandsins og hlýddu á fræðsluerindi.
Móttökur og aðstaða öll var til mikillar fyrirmyndar hjá heimamönnum og var góður rómur gerður að þinginu í heild.
Dagskrá:
Skráning þátttakenda
Fimmtudagur 4. september |
|
| Boðið verður upp á rútuferð frá Akureyrarflugvelli til Ólafsfjarðar kl. 08:20 |
|
| 09:30 | Skráning þátttakenda |
| 10:00 – 11:00 | Þingsetning – kosning starfsmanna þingsins – ávörp – skýrsla stjórnar og ársreikningar. Tjarnarborg Ólafsfirði. |
| Setningarávarp: Gísli Gíslason, formaður hafnasambandsins |
|
| Kosning þingforseta, ritara og nefnda.– Guðný Sverrisdóttir og Svanfríður Inga Jónasdóttir voru þingforsetar- Kristinn Reimarsson ritaði fundargerð | |
| Ávarp: fulltrúi frá innanríkisráðuneytinu |
|
| Skýrsla stjórnar 2014: Gísli Gíslason, formaður stjórnar hafnasambandsins |
|
| Ársreikningar, tillögur um árgjöld og fjárhagsáætlanir: Skúli Þórðarson, gjaldkeri hafnasambandsins |
|
| 11:00 | Kaffihlé |
| 11:10 – 12:30 | Umfjöllunarefni |
| Fjárhagur og staða hafna: Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs sambandsins |
|
| Efnahagsleg áhrif hafna: Valur Rafn Halldórsson, sérfræðingur á hag- og upplýsingasviðið sambandsins |
|
| Langtímastefna hafna: Haukur Már Gestsson, hagfræðingur og verkefnisstjóri Íslenska sjávarklasans |
|
| Umræður | |
| 12:30 | Matarhlé |
| 13:30 – 14:15 | Hafnalög og reglugerðir |
| Hlutverk Vegagerðarinnar og fjárveitingar til hafnarmála Hreinn Haraldsson, forstjóri Vegagerðarinnar Samgöngustofa – breytingar í starfsemi Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu Neyðarhafnir og öryggi í höfnum Hermann Guðjónsson verkfræðingur hjá Samgöngustofu Lagabreytingar frá síðasta þingi og umhverfið framundan Gísli Gíslason, formaður hafnasambandsins |
|
| 14:15 – 15:30 | Nefndastörf |
| Allsherjar- og fjárhagsnefnd | |
| Umhverfisnefnd | |
| Stefnumótunarnefnd | |
| 17:00 – 18:30 | Skoðunarferð um Fjallabyggð og Dalvík |
| 20:00 | Hátíðarkvöldverður í Rauðku á Siglufirði |
| Boðið verður upp á rútuferð til Ólafsfjarðar og Dalvíkur. | |
Föstudagur 5. september |
|
| Boðið verður upp á rútuferð frá Siglufirði og Dalvík til Ólafsfjarðar. | |
| 09:30 – 12:00 | Nefndastörf frh. |
| Allsherjar- og fjárhagsnefnd | |
| Stefnumótunarnefnd | |
| Umhverfisnefnd | |
| 12:00 | Matarhlé |
| 13:00 – 14:20 | Nefndarálit lögð fram – umræður – afgreiðsla ályktana |
| Formenn nefndar gera grein fyrir nefndarstarfi og niðurstöðum | |
| Umræður um niðurstöður nefndarstarfs | |
| Afgreiðsla ályktana | |
| 14:20 – 15:00 | Fræðsluerindi |
| Norðurslóðaverkefnið Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur |
|
| Sjávarútvegurinn í dag og breytingar framundan Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri fiskeldis hjá Samherja |
|
| 15:00 | Kaffihlé |
| 15:15 – 15:50 | Kosningar og ákvörðun næsta hafnasambandsþings |
| Kosning stjórnar og varastjórnar Hafnasambands Íslands til tveggja ára | |
| Kosning formanns stjórnar hafnasambandsins til tveggja ára | |
| Kosning skoðunarmanna og varamanna til tveggja ára | |
| Ákvörðun um næsta hafnasambandsþing 2016 og hafnafund 2015 | |
| 15:50 – 16:00 | Þingslit |
| Formaður hafnasambandsins slítur 39. hafnasambandsþingi | |
Boðið verður upp á rútuferð frá Ólafsfirði til Akureyrarflugvallar, rútan leggur af stað kl. 16:30.
Birt með fyrirvara um hugsanlegar breytingar.