Author: Hafnasamband Íslands
Fundur um lög um varnir gegn mengun hafs og stranda
Mánudaginn 15. desember funduðu fulltrúar hafnasjóða með Umhverfisstofnun um breytingar á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda sem taka gildi um næstu áramót.
Hér má nálgast glærur af fundinum.
Fundurinn var einnig tekinn upp og hér að neðan má hlusta á upptöku af fundinum. Við biðjumst velvirðingar á slökum hljóðgæðum sem orsakast af því að hluti fundarmanna voru í símasambandi.
Lesa meira
Fundur um lög um varnir gegn mengun hafs og stranda
Breytingar á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda taka gildi um næstu áramót. Í því felst m.a. breyting á skyldum hafna varðandi móttöku á sorpi, skólpi o.fl. og tilheyrandi gjaldtaka. Fulltrúar Umhverfisstofnunar hafa áhuga á því að hitta sem flesta fulltrúa hafnanna á fundi til að fara yfir málið.
Nokkrar hafnir hafa verið að setja saman reglur og gjaldskrá vegna þessarar breytingar þannig að tóm gefst eflaust til að kynna þær hugmyndir á fundinum.
Því er hér með boðað til funda...
Lesa meira
Ný hafnalög samþykkt
Í dag, föstudaginn 28. nóvember, voru ný hafnalög samþykkt á Alþingi. Hafnasamband Íslands er búið að berjast lengi fyrir breytingu á lögunum og er stjórn hafnasambandsins ánægð með að loksins sé búið að samþykkja ný hafnalög.
Lesa meira
Framlög til hafnarframkvæmda í fjárlögum 2015
Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir framlögum til hafnarframkvæmda upp á um 748,7 m.kr. Er það lækkun upp á 437,9 m.kr. að raungildi frá fjárlögum ársins 2014.
Af 748,7 m.kr. fer yfir helmingur eða 387 m.kr. í framkvæmdir við Landeyjarhöfn og rúmlega 30% í Húsavíkurhöfn. Framlög í Hafnabótasjóð lækka um þriðjung og heildarframlög til hafnaframkvæmda um tæp 37%.
Framlög til hafnamála 2015 minnisblað.
Lesa meira
Fjármagn til hafnaframkvæmda
Á fundi stjórnar Hafnasambands Íslands, sem haldinn var 3. október sl., var fjármagn til hafnaframkvæmda í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 tekið til umræðu. Í framhaldinu samþykkti stjórnin bókun sem send hefur verið til fjárlaganefndar Alþingis þar sem skorað er á Alþingi að endurskoða fjárveitingar til verkefna á sviði hafnamála, ekki síst með tilliti til mikilvægis hafnanna fyrir samgöngukerfi landsins, sjávarútveg og atvinnulíf.
Bréf stjórnar hafnasambandsins til fjárlaganefndar Alþingis
Lesa meira
Umræða um hafnalög
Athygli er vakin á því að umræða um hafnalög stendur nú yfir á Alþingi.
Hægt er að fylgjast með umræðum á vef Alþingis www.althingi.is og frumvarpið má nálgast á tenglinum hér að neðan.
Tengill á frumvarp til hafnalaga
Lesa meira
Breyting á hafnalögum
Þann 9. september sl. lagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, fram frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003, með síðari breytingum (ríkisstyrkir o.fl.). Mikil ánægja er meðal hafnasambandsfólks þar sem að á hafnasambandsþingi þann 4. og 5. september sl. var einmitt samþykkt ályktun þar sem skorað var á Alþingi að samþykkja ný hafnalög.
Lesa meira
Sex hafnir skilgreindar sem neyðarhafnir
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur undirritað reglugerð um útnefningu skipaafdrepa á Íslandi. Þannig eru skilgreindar hafnir, hluti hafna, örugg skipalægi eða akkerislægi sem geta tekið á móti nauðstöddum skipum. Tilgangur neyðarhafna er að fyrirbyggja slys og mengun á sjó og draga úr áhrifum þeirra á umhverfi sjávar og stranda, efnahagslífið og heilbrigði íbúa.
Þær hafnir sem nú eru skilgreindar sem neyðarhafnir eru Helguvíkurhöfn, Hafnarfjarðarhöfn, Ísafjarðarhöfn, A...
Lesa meira
Óbeint framlag íslenskra hafna er rúmlega 28% af landsframleiðslu
Óbeint framlag íslenskra hafna er rúmlega 28% af landsframleiðslu en beint framlag um 0,3%. Þetta kemur meðal annars fram í niðurstöðum Vals Rafns Halldórssonar, starfsmanns Hafnasambands Íslands hjá Sambandi
íslenskra sveitarfélaga, í MS ritgerð hans um efnahagsáhrif íslenskra hafna, sem var lokaverkefni hans í meistaranámi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands á dögunum. Ljóst er að hafnir landsins skipta miklu máli. Þær eru „ein af lífæðum íslensks samfélags“, eins og Valur Rafn orðar þ...
Lesa meira