Framlög til hafnarframkvæmda í fjárlögum 2015

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir framlögum til hafnarframkvæmda upp á um 748,7 m.kr. Er það lækkun upp á 437,9 m.kr. að raungildi frá fjárlögum ársins 2014. Af 748,7 m.kr. fer yfir helmingur eða 387 m.kr. í framkvæmdir við Landeyjarhöfn og rúmlega 30% í Húsavíkurhöfn. Framlög í Hafnabótasjóð lækka um þriðjung og heildarframlög til hafnaframkvæmda um tæp 37%. Framlög til hafnamála 2015 minnisblað.
Lesa meira

Fjármagn til hafnaframkvæmda

Á fundi stjórnar Hafnasambands Íslands, sem haldinn var 3. október sl., var fjármagn til hafnaframkvæmda í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 tekið til umræðu. Í framhaldinu samþykkti stjórnin bókun sem send hefur verið til fjárlaganefndar Alþingis þar sem skorað er á Alþingi að endurskoða fjárveitingar til verkefna á sviði hafnamála, ekki síst með tilliti til mikilvægis hafnanna fyrir samgöngukerfi landsins, sjávarútveg og atvinnulíf. Bréf stjórnar hafnasambandsins til fjárlaganefndar Alþingis
Lesa meira

Breyting á hafnalögum

Þann 9. september sl. lagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, fram frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003, með síðari breytingum (ríkisstyrkir o.fl.). Mikil ánægja er meðal hafnasambandsfólks þar sem að á hafnasambandsþingi þann 4. og 5. september sl. var einmitt samþykkt ályktun þar sem skorað var á Alþingi að samþykkja ný hafnalög.
Lesa meira

Sex hafnir skilgreindar sem neyðarhafnir

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur undirritað reglugerð um útnefningu skipaafdrepa á Íslandi. Þannig eru skilgreindar hafnir, hluti hafna, örugg skipalægi eða akkerislægi sem geta tekið á móti nauðstöddum skipum. Tilgangur neyðarhafna er að fyrirbyggja slys og mengun á sjó og draga úr áhrifum þeirra á umhverfi sjávar og stranda, efnahagslífið og heilbrigði íbúa. Þær hafnir sem nú eru skilgreindar sem neyðarhafnir eru Helguvíkurhöfn, Hafnarfjarðarhöfn, Ísafjarðarhöfn, A...
Lesa meira

Óbeint framlag íslenskra hafna er rúmlega 28% af landsframleiðslu

Óbeint framlag íslenskra hafna er rúmlega 28% af landsframleiðslu en beint framlag um 0,3%. Þetta kemur meðal annars fram í niðurstöðum Vals Rafns Halldórssonar, starfsmanns Hafnasambands Íslands hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, í MS ritgerð hans um efnahagsáhrif íslenskra hafna, sem var lokaverkefni hans í meistaranámi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands á dögunum. Ljóst er að hafnir landsins skipta miklu máli. Þær eru „ein af lífæðum íslensks samfélags“, eins og Valur Rafn orðar þ...
Lesa meira

Efnahagsleg áhrif íslenskra hafna

Á 38. hafnasambandsþing sem haldið var í Vestmannaeyjum dagana 20. og 21. september 2012 var stjórn Hafnasambands Íslands falið að láta gera úttekt á efnahagslegum áhrifum íslenskra hafna og vægi þeirra í íslensku atvinnulífi. Valur Rafn Halldórsson, starfsmaður hafnasambandsins, hefur á seinustu mánuðum unnið í úttektinni sem var einnig MA-ritgerð hans í stjórnun og stefnumótun. Í úttektinni er stuðst við ársreikninga hafnasjóða og sveitarfélaga fyrir árið 2012 sem og gögn frá Hagstofu Ísla...
Lesa meira

Sjóstökk getur verið hættulegur leikur

Sjóstökk eða stökk í höfnina hefur í gegnum tíðina verið vinsæl iðja hjá ungu fólki.  Í dag er mikið um að unglingar skori hver á annan á samfélagsmiðlum að stökkva í sjóinn en með því er verið að magna upp hættu á slysum. Þegar fólk stekkur í sjóinn fylgir því töluverð hætta á krampa og er þá viðkomandi algerlega óhæfur til að bjarga sér sjálfur og snör hand- og sundtök þjálfaðra aðila þarf til að vel fari í slíkum tilfellum.  Þá er mjög varasamt að stökkva úr mikilli hæð en því hærra sem st...
Lesa meira

Umsögn um frumvarp til laga um hafnalög

Hafnasamband Íslands hefur sent Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um hafnalög (ríkisstyrkir o.fl.), 234. mál. Í umsögn sinni áréttar stjórn hafnasambandsins ályktun hafnasambandsþings frá árinu 2012 og vill að auki koma á framfæri athugasemdum við frumvarpið sem fulltrúar Hafnasambands Íslands í nefnd sem endurskoðaði núgildandi hafnalög lögði til að í frumvarpi til breytinga á lögunum lögðu til í nefndarstörfum. Umsögn um hafnalagafrumvarp febrúar 2014
Lesa meira