Ný heimildamynd um sögu íslenskra vita.

Ljósmál ehf. vinnur nú að gerð heimildarmyndar um sögu íslenskra vita. Þetta er fyrsta mynd sinnar tegundar hér á landi og er unnin í samstarfi reyndra innlendra kvikmyndagerðarmanna og Íslenska vitafélagins, með stuðningi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Ísland vitavæddist á rúmum 80  árum, og sú uppbygging er stór hluti af framfara- og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, sögu hafnamála, útgerðar og fiskveiða og síðst en ekki síðast öryggismálum sjómanna og sæfarenda.  Margir af þeim sem tengjast si...
Read More

Samvinna og sameining hafnasjóða

Á hafnasambandþingi sem haldið var í Dalvíkur- og Fjallabyggð 4.-5. september sl. var rætt um að mikilvægt sé að hafnir og sveitarfélög vinni saman að því að efla starfsemi hafna og gera hverja rekstrareiningu arðbæra. Í tengslum við þetta lét hafnasambandið gera könnun á möguleikum á samvinnu og sameiningu hafnasjóða. Könnunin var send á allar aðildarhafnir og framkvæmdastjóra sveitarfélaga. Alls bárust 74 svör frá 28 hafnasjóðum. Flestir þeirra sem svöruðu voru kjörnir fulltrúar í hafnanefnd, ...
Read More

Fundur um lög um varnir gegn mengun hafs og stranda

Mánudaginn 15. desember funduðu fulltrúar hafnasjóða með Umhverfisstofnun um breytingar á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda sem taka gildi um næstu áramót. Hér má nálgast glærur af fundinum. Fundurinn var einnig tekinn upp og hér að neðan má hlusta á upptöku af fundinum. Við biðjumst velvirðingar á slökum hljóðgæðum sem orsakast af því að hluti fundarmanna voru í símasambandi.
Read More

Fundur um lög um varnir gegn mengun hafs og stranda

Breytingar á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda taka gildi um næstu áramót.  Í því felst m.a. breyting á skyldum hafna varðandi móttöku á sorpi, skólpi o.fl. og tilheyrandi gjaldtaka.  Fulltrúar Umhverfisstofnunar hafa áhuga á því að hitta sem flesta fulltrúa hafnanna á fundi til að fara yfir málið. Nokkrar hafnir hafa verið að setja saman reglur og gjaldskrá vegna þessarar breytingar þannig að tóm gefst eflaust til að kynna þær hugmyndir á fundinum. Því er hér með boðað til funda...
Read More

Ný hafnalög samþykkt

Í dag, föstudaginn 28. nóvember, voru ný hafnalög samþykkt á Alþingi. Hafnasamband Íslands er búið að berjast lengi fyrir breytingu á lögunum og er stjórn hafnasambandsins ánægð með að loksins sé búið að samþykkja ný hafnalög.
Read More

Framlög til hafnarframkvæmda í fjárlögum 2015

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir framlögum til hafnarframkvæmda upp á um 748,7 m.kr. Er það lækkun upp á 437,9 m.kr. að raungildi frá fjárlögum ársins 2014. Af 748,7 m.kr. fer yfir helmingur eða 387 m.kr. í framkvæmdir við Landeyjarhöfn og rúmlega 30% í Húsavíkurhöfn. Framlög í Hafnabótasjóð lækka um þriðjung og heildarframlög til hafnaframkvæmda um tæp 37%. Framlög til hafnamála 2015 minnisblað.
Read More

Fjármagn til hafnaframkvæmda

Á fundi stjórnar Hafnasambands Íslands, sem haldinn var 3. október sl., var fjármagn til hafnaframkvæmda í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 tekið til umræðu. Í framhaldinu samþykkti stjórnin bókun sem send hefur verið til fjárlaganefndar Alþingis þar sem skorað er á Alþingi að endurskoða fjárveitingar til verkefna á sviði hafnamála, ekki síst með tilliti til mikilvægis hafnanna fyrir samgöngukerfi landsins, sjávarútveg og atvinnulíf. Bréf stjórnar hafnasambandsins til fjárlaganefndar Alþingis
Read More

Breyting á hafnalögum

Þann 9. september sl. lagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, fram frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003, með síðari breytingum (ríkisstyrkir o.fl.). Mikil ánægja er meðal hafnasambandsfólks þar sem að á hafnasambandsþingi þann 4. og 5. september sl. var einmitt samþykkt ályktun þar sem skorað var á Alþingi að samþykkja ný hafnalög.
Read More