Áfram höldum við útgáfu rafrænna vggspjaldanna í röðinni 12 hnútar. Nú er komið að apríl spjaldinu, því fjórða í röðinni. Að þessu sinni er fjallað um þá hættu sem getur stafað af ofmati á eigin hæfni. Sjálfsöryggi og stefnufesta er vissulega góð en hún verður að grundvallast af opnun huga og hæfninni til að uppfæra og bæta við vitneskjuna sem fyrir er. Að maður sé ætíð tilbúinn að leita nýrra og betri hugmynda og hlusta eftir þeim. Líkt og komið er inn á í spjaldi nr. 3 þá er svokallaður „bes...
Read More
Fréttir
Kæru- og agaleysi á sjó
Síðustu fimm ár hefur ekki orðið banaslys á sjó og slysum hefur fækkað. Öflug fræðsla, aukin öryggismenning og þátttaka atvinnugreinarinnar hefur þar mikil áhrif. Enn verða þó slys og óhöpp þar sem litlu má muna að alvarlegar afleiðingar hljótist af. Veggspjöldin 12 hnútar miða að því að fækka þeim.
Samgöngustofa í samstarfi við Hafnasamband Íslands og fleiri aðila gefur mánaðarlega út veggspjald þar sem hvatt er til aðgátar á sjó.
Í febrúar er athyglinni beint að kæru- og agaleysi.
Read More
Átak gegn slysum á sjó
Samgöngustofa, í samstarfi við Hafnasamband Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg og fjölda aðila í sjávarútvegi, vinnur að útgáfu tólf rafrænna veggspjalda sem hlotið hafa nafnið „12 hnútar“. Fyrsta spjaldið var gefið út 19. janúar sl. og síðan verða gefin út eitt í hverjum mánuði þar eftir fram að lokum árs.
„Tilgangur þessa verkefnis er að fjalla um og undirstrika ýmsa þá mannlegu þætti sem oft leiða til slysa á sjó. Stórlega hefur dregið úr alvarlegum slys...
Read More
Nýframkvæmdir fyrir ríflega 68 ma. kr. til ársins 2031
Stefnt er að nýframkvæmdum við hafnarmannvirki hérlendis upp á ríflega 68 ma.kr. fram til ársins 2031. Langstærsti hluti þessara áætluðu framkvæmda er vegna nýrra viðlegukanta eða um 27 ma.kr., um 16,6 ma.kr. eru áætlaðir í fjárfestingar á viðbótar raftengibúnaði vegna orkuskipta og um 10 ma.kr. í landfyllingar fyrir ný hafnarsvæði.
Þessar upplýsingar koma fram í nýrri skýrslu um framkvæmda- og viðhaldsþörf hjá íslenskum höfnum á komandi árum, sem Sesselía Dan Róbertsdóttir hagfræðingur vann...
Read More
Undanfarandi markaðskönnun vegna fyrirhugaðs útboðs á orkuskiptum dráttarbáts
Á næstu vikum munu Ríkiskaup, í samvinnu við Ísafjarðarhöfn og Bláma, ráðast í undanfarandi markaðskönnun (e. RFI) á Evrópska efnahagssvæðinu, til að kanna fýsileika þess að kaupa orkuskiptan dráttarbát fyrir Ísafjarðarhöfn.
Markaðskönnun þessi byggist á heimild í 45. gr. laga um opinber Innkaup nr. 120/2016 og markmið hennar er að undirbúa innkaup og upplýsa fyrirtæki um áformuð innkaup og kröfur varðandi þau, afla upplýsinga um markaðinn og fá ráðgjöf t.a.m. um fýsileika orkuskiptra dr...
Read More
Reglugerð sett um safnskip sem rekin eru í menningarlegum tilgangi
Ný reglugerð um safnskip, sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra undirritaði, hefur tekið gildi. Með reglugerðinni eru settar sérreglur um skip, sem eru 50 ára og eldri og rekin í menningarlegum tilgangi. Dæmi um slík safnskip er varðskipið Óðinn sem liggur við bryggju við Grandagarð og er hluti af Sjóminjasafninu í Reykjavík.
Reglugerðin var sett með vísan í skipalög (nr. 66/2001) sem heimilar ráðherra að undanþiggja safnskip frá tilteknum kröfum laga og reglna me...
Read More
Á von á mikilli uppsveiflu í komu skemmtiferðaskipa á næstu árum
Mynd af vefnum visir.is
Í frétt á vefnum visir.is er viðtal við Guðmund M. Kristjánsson, hafnarstjóra Ísafjarðarhafna, þar sem hann spáir mikilli uppsveiflu í komu skemmtiferðaskipa á næstu árum.
Í fréttinni segir m.a.:
Meira en fimmtíu skemmtiferðaskip hafa lagst að bryggju á Ísafirði í sumar. Hafnarstjóri segir að koma skemmtiferðaskipa í Skutulsfjörð í sumar hafi verið kærkomin breyting frá því í fyrra. Von er á að tæplega sextíu skip komi til Ísafjarðar á þessu ári. Aðsókn ferðaman...
Read More
Hafnarfjarðarhöfn fær búnað til að rafvæða skip
Í Fréttablaðinu í dag, 10. ágúst, er m.a. að finna frétt um að Hafnarfjarðarhöfn hafi fengið heimild til að festa kaup á háspennutengibúnaði að jafnvirði 98 milljóna króna. Búnaðurinn verður í færanlegum gámum.
„Við erum í stórverkefni í orkuskiptum og erum að koma upp háspennutengingum á hafnarbakkanum hjá okkur. Það er verið að leggja lagnir á Hvaleyrarbakka og undirbúa lagnir inn á Suðurbakka. Þetta er 1,2 megavatta viðbótarafl inn á hvorn bakka fyrir sig. Við gerum ráð fyrir að geta tengt in...
Read More
Eiga von á sextíu skemmtiferðaskipum í sumar
Eins og annars staðar á landinu féllu komur skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar niður með öllu í faraldrinum í fyrra. Nú virðist komið annað hljóð í strokkinn; það er von á sextíu skipum í sumar.
Það komu engin skemmtiferðaskip til Ísafjarðar í fyrra, ekkert frekar en annars staðar, og búið var að afboða 150 skip sem búist var við í sumar. En eftir því sem slaknar á COVID-krumlunni hér á landi hafa bókanir tekið við sér. Von er á 57 skipum til Ísafjarðar.
„Og það verða þrjár skipakomur til F...
Read More
Tæpir sjö milljarðar í hafnaframkvæmdir og sjóvarnir á árunum 2020-2025
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti nýlega ávarp á ársþingi Hafnasambandsins, sem að þessu sinni var haldið rafrænt. Fjármagn til hafna og mikilvægra sjóvarna hefur verið stóraukið á kjörtímabilinu og síðast í tengslum við fjárfestingaátak ríkisstjórnarinnar í vor. Í ár verður 1,6 milljarði króna varið til hafnaframkvæmda og 1,2 milljarðar eru settir í hafnir í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021. Alls sé áætlað að verja tæpum sjö milljörðum króna á sex ára tímab...
Read More