Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, var kjörinn formaður Hafnasambands Íslands á hafnasambandsþingi sem haldið var fyrr í dag. Var þetta fyrsta rafræna hafnasambandsþingið í rúmlega 50 ára sögu hafnasambandsins og var Lúðvík kjörinn með 97,3% greiddra atkvæða.
Tekur Lúðvík við af Gísla Gíslasyni sem hefur verið formaður hafnasambandsins frá árinu 2004 en Gísli bauð sig ekki fram að nýju þar sem hann hefur látið af störfum sem hafnarstjóri Faxaflóahafna.
Lúðvík hefur víðtæka reyn...
Read More
Fréttir
Hafnasambandsþingi 2020 frestað

Stjórn Hafnasambands Íslands tók þá ákvörðun á fundi sínum þann 24. ágús sl. að fresta hafnasambandsþingi 2020 vegna Covid-19. Þingið átti að fara fram 24.-25. september nk.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um nýja dagsetningu en áformað er að sú ákvörðun verði tekin fyrir lok september.
Read More
Dregið úr losun í Akureyrarhöfn
Pétur Ólafsson hafnarstjóri á Akureyri, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafa undirritað samning um styrkveitingu af fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar til rafvæðingar hafnarinnar að upphæð 43,8 m.kr.
Verkefnið gengur út á að setja upp háspennutengingu fyrir flutningaskip, fiskiskip og minni skemmtiferðaskip við Tangabryggju, en undirbúningur framkvæmda er þegar hafinn. Með raftengingunni dregur úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá skipum í Akureyrarhöfn, sem...
Read More
Sumarstarf við verkefni tengd rekstri og gagnavinnslu á sviði sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við Hafnasamband Íslands auglýsir eftir áhugasömum námsmanni til starfa við verkefni tengd rekstri og gagnavinnslu á sviði sveitarfélaga. Um er að ræða sumarstarf.
Helstu verkefni:
Safna upplýsingum um rekstur og efnahag hafna sveitarfélaga (hafnasjóða) vegna ársins 2019.
Búa til gagnagrunn um fyrirliggjandi gögn um rekstur og efnahag hafnasjóða.
Afla gagna um áhrif COVID-19 á rekstur hafnarsjóða og úrvinnsla ásamt skýrslugerð.
Undirbúa...
Read More
Úthlutun styrkja til orkuskipta í höfnum

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur úthlutað styrkjum til rafvæðingar hafna vítt og breitt um landið. Verkefnið er hluti af fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19 heimsfaraldursins.
Alls verður 210 milljónum veitt til styrkja til að stuðla að frekari rafvæðingu hafna og skiptist styrkféð með eftirfarandi hætti.
Styrkir eru veittir til þeirra hafna sem settu fram verkefni sem féllu að skilyrðum átaksins. Verkefni sem styrkt verða þurfa að hefjast eigi síðar en 1. september 202...
Read More
Heimilt að draga 0,6% frá ofurkældum afla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað breytingu á reglugerð nr. 745/2016 um vigtun og skráningu sjávarafla. Með breytingunni verður heimilt að draga 0,6% frá óunnum ofurkældum (íslausum) afla sem veginn er á hafnarvog.
Fiskur sem kældur er ofurkælingu fer íslaus í kar en hins vegar safnast saman vökvi úr fiskinum í karið. Fyrir liggur ítarleg úttekt Fiskistofu á svokölluðu dripi í ofurkældum afla, en drip mætti skilgreina sem þann aukaþunga er fiskurinn tekur til sín í formi vö...
Read More
Viðbrögð hafnaryfirvalda við COVID-19

Almannavarnir hafa gefið út tilmæli til hafnaryfirvalda vegna COVID-19 kórónaveirunnar sem nú geisar um heimsbyggðina. Meðal tilmæla og leiðbeininga vill Hafnasamband Íslands benda á eftirfarandi:
Captain's declaration on COVID-19 suspect cases on board vessel
COVID-19 og persónuvernd
Infections due to the new Coronavirus, COVID-19. Ports and vessels
Leiðbeiningar til áhafna skipa og starfsmanna og viðbragðsaðila innan skilgreindra sóttvarnarhafna
Leiðbeiningar til starfsfólks h...
Read More
Fiskistofa birtir samanburð á vigtun afla

Fiskistofa birtir reglulega samanburð á vigtun afla hjá vigtunarleyfishöfum þegar eftirlitsmenn hafa staðið yfir endurvigtun og þegar svo hefur ekki verið. Þetta er einn liður í því að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins með því að tryggja sem best rétta skráningu á afla.
Ætla má af gögnum Fiskistofu að birting þessara upplýsinga hafi skilað marktækum árangri við að gera skráningu á hlutfalli íss og afla réttari, enda hefur Fiskistofa markvist beitt þeirri heimild a...
Read More
Hafnasambandið 50 ára í dag
Hafnasamband Íslands fagnar 50 ára afmæli sínu í dag, þriðjudaginn 12. nóvember, en hafnasambandið var stofnað þann dag árið 1969 að frumkvæði Sambands íslenskra sveitarfélaga og hét þá Hafnasamband sveitarfélaga. Í byrjun voru 28 sveitarfélög aðilar að hafnasambandinu og fyrsti formaðurinn var Gunnar B. Guðmundsson hafnarstjóri í Reykjavík. Með honum í stjórn voru svo fulltrúar frá Eyrarbakkahöfn, Siglufjarðarhöfn, Ólafsvíkurhöfn og Eskifjarðarhöfn.
Árið 2004 var nafni sambandsins breytt í Haf...
Read More
Svipmyndir frá Hafnafundi 2019
Ingibjörg Hinriksdóttir, tækni- og upplýsingafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, var með myndavélina á lofti á hafnafundinum í Þorlákshöfn og tók meðfylgjandi myndir.
Read More