Níundi hafnafundur haldinn í Þorlákshöfn

Níundi hafnafundur Hafnasambands Íslands stendur nú yfir í Þorlákshöfn. Hafnafundur er ætlaður sem almennur kynningar- og fræðslufundur fyrir starfsmenn og stjórnendur hafna um tiltekin málefni sem stjórnin ákveður. Hafnafundur er öllum opinn og tekur ekki ákvarðanir í málefnum Hafnasambands Íslands en getur beint ályktunum til stjórnar hafnasambandsins. Í setningarræðu sinni minnti Gísli Gíslason, formaður hafnasambandsins, að Hafnasamband Íslands fagnar á þessu ári 50 ára afmæli.  Hafnasamban...
Read More

Óskað eftir umsögn um drög að reglugerð um gerð strandsvæðisskipulags

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um gerð strandsvæðisskipulags. Um er að ræða nýja reglugerð sem byggir á lögum um skipulag haf- og strandsvæða. Lögin fela í sér það nýmæli að í fyrsta skipti verði hér á landi unnið að gerð skipulags fyrir strendur Íslands. Samkvæmt lögunum er strandsvæðisskipulag unnið fyrir tiltekið afmarkað strandsvæði. Þar koma fram markmið og ákvarðanir um framtíðarnýtingu og vernd og þær framkvæmdir sem geta fallið að nýtingu svæ...
Read More

Hvað er svona merkilegt við það?

Ingibjörg Bryngeirsdóttir yfirstýrimaður á Herjólfi ásamt samstarfsmanni sínum.
Ráðstefna um konur og siglingar á alþjóðasiglingadeginum 26. september 2019 Alþjóðasiglingadagurinn er í ár helgaður konum. Af því tilefni standa samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Siglingaráð fyrir ráðstefnu fimmtudaginn 26. september undir yfirskriftinni Hvað er svona merkilegt við það? Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur ráðstefnuna, en meðal fyrirlesara má nefna Joanna Nonan, aðmírál í bandarísku strandgæslunni og strandveiðikonuna Halldóru Kristínu Unnarsdóttur en hún r...
Read More

Tjónið á Kleppsbakka líklega nær 100 milljónum

Talið er að tjónið sem varð, þegar danska flutningaskipið Naja Arctica sigldi á Kleppsbakka í lok síðasta mánaðar, nemi um hundrað milljónum. Málið var rætt á fundi Faxaflóahafna í gær þar sem lagt var fram minnisblað og samskipti vegna árekstursins. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir í samtali við fréttastofu að panta þurfi stálplötur að utan. „Síðan þarf að rífa upp þekjuna, þjappa og ná burði.“ Og svo séu þa...
Read More

Skynsamlegt skref að banna svartolíuna

„Við hjá Faxa­flóa­höfn­um höf­um lengi nefnt að það sé ástæða til að tak­marka notk­un svartol­íu í land­helgi Íslands, und­ir þeim for­merkj­um að til þess að ná ár­angri í lofts­lags­mál­um að þá verður að grípa til aðgerða. Þess vegna erum við sam­mála þess­ari aðferðarfræði,“ seg­ir Gísli Gísla­son, hafn­ar­stjóri Faxa­flóa­hafna. Greint var frá því á föstu­dag að um­hverf­is- og auðlindaráðuneytið ósk­i eft­ir um­sögn­um um drög að reglu­gerðarbreyt­ingu sem bann­ar notk­un svartol­íu i...
Read More

Flutningaskip sigldi inn í Kleppsbakka

Af mbl.is (26.05.2019) Danskt flutn­inga­skip stór­skemmdi bryggj­una við Klepps­bakka í morg­un þegar það sigldi á hana og skemmdi. Tjónið hleyp­ur á tug­um millj­óna. Or­sak­ir slyss­ins liggja ekki fyr­ir. Á átt­unda tím­an­um í morg­un kom skipið, Naja Arctica, til Sunda­hafn­ar og átti að lenda við Klepps­bakka. Það beygði ekki sem skyldi held­ur stefndi beint inn í bryggj­una, með þeim af­leiðing­um að það kom gat á bryggj­una og stefnið á skip­inu klauf stálþilið í bryggj­unni. S...
Read More

Ný stjórn Hafnasambands Íslands

Hafnasamband Íslands kaus sér nýja stjórn á 41. hafnasambandsþingi sem fór fram á Grand hóteli í Reykjavík 25.-26. október sl. Gísli Gíslason var endurkjörinn formaður stjórnarinnar en aðri í stjórn voru kjörnir: Aðalmenn: Gísli Gíslason, Faxaflóahöfn, formaður Guðný Hrund Karlsdóttir, Hvammstangahöfn Ólafur Snorrason, Vestmannaeyjahöfn Eydís Ásbjörnsdóttir, Fjarðabyggðahöfn Guðmundur Kristjánsson, Hafnir Ísafjarðarbæjar Hanna Björg Konráðsdóttir, Reykjaneshöfn Pétur Ólafsson, Ha...
Read More

Gísli Gíslason endurkjörinn formaður Hafnasambands Íslands

Gísli Gíslason endurkjörinn formaður Hafnasambands Íslands en 41. hafnasambandsþingi lauk á Grand hóteli í Reykjavík í dag. Þingið sóttu ríflega 100 starfs- og stjórnarmenn hafna víðsvegar um landið. Á þinginu voru flutt margvíslen erindi m.a. um sameinignu hafna, markvissa umhverfisstefnu og stefnumótun í samgönguáætlun. Þingið samþykkti á annan tug ályktana en gögn frá þinginu, erindi og ályktanir verða birtar hér á vef hafnasambandsins á mánudag.
Read More

Til allra aðildarhafna að Hafnasambandi Íslands

Hafnasamband Íslands og Fiskistofa hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu um framkvæmd  og eftirlit með vigtun sjávarafla Samstarfsyfirlýsing um framkvæmd vigtunar og eftirlit. Á meðal þess sem samkomulag hefur tekist um er rafræn forskráning á afla. Samstarfsyfirlýsingin vísar til laga um umgengni um nytjastofna sjávar, sem skylda vigtun alls afla sem veiddur er úr fiskistofnum í íslenskri efnahagslögsögu. Unnið verður að því, að bátum og skipum verði gert skylt að senda frá sér upplýsingar úr...
Read More